Five new employees at GeoSalmo
Five new employees have started working at GeoSalmo and join the company’s well-advanced preparation for the construction of its fish farm in Ölfus, near Þorlákshöfn. Construction is expected to begin in the first half of next year.
Á íslensku fyrir neðan // Icelandic below
The new employees will come to carry out a variety of projects related to the structure of the company. The fish farm and its related buildings are among the largest projects that a private party has undertaken in Iceland.
Eva Dögg Jóhannesdóttir started work early this fall and is the company's quality and environment manager. She is a marine biologist but has also studied aquaculture. She has extensive experience in research related to the environmental impact of fish farming, and most recently worked on licensing issues and research at Arctic Fish.
Eyþór Helgason also started working in early autumn as the company's technical manager. He is a technologist and engineer and has extensive experience in the design and operation of complex systems. He will manage projects related to hardware and the construction of structures.
Karl Kári Másson recently started working as GeoSalmo's CFO. He is a business analyst with an MBA degree and has, among other things, worked in various positions at Landsbankinn and Kvika, most recently in Kvika's corporate consulting for 5 years.
Garðar Sigþórsson has also recently started work as the head of smolt. He is a fish farming expert and has over 20 years of experience in fish farming on land, at Stofnfiskur, Arnarlax and Laxar Fiskeldi. He will be responsible for all the company's fish farming, i.e. the construction of the company's hatchery in Landsveit and the construction of a new hatchery in Ölfus.
Jóhannes Gíslason will start working in the coming months, but he has been appointed head of sales and marketing at GeoSalmo. Jóhannes is a business analyst with strong experience in the sale of fish products, including the last 6 years at Arnarlax. He will lead the company’s sales and marketing department.
Jens Þórðarson, CEO of GeoSalmo:
"GeoSalmo aims for extensive growth in the coming years and it is extremely important for the company to enjoy the teamwork of staff with diverse experience in the company's subjects. It is very gratifying to see that the company is attractive to experienced staff and the team is now well equipped to tackle the tasks ahead."
Fimm nýjir starfsmenn GeoSalmo
Fimm nýir starfsmenn hafa hafið störf hjá GeoSalmo og koma til liðs við undirbúning fyrirtækisins fyrir byggingu fiskeldisstöðvar þess í Ölfusi við Þorlákshöfn. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs.
GeoSalmo hefur það að markmiði að framleiða hágæða umhverfisvænan lax í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið ráðið til að hanna aðstöðuna og stýra byggingu hennar.
Nýju starfskarftarnir munu koma til að sinna margvíslegum verkefnum sem tengjast uppbyggingu stöðvarinnar. Fiskeldisstöðin og stoðbyggingar eru meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur tekið að sér á Íslandi.
Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og er gæða- og umhverfisstjóri fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur að mennt og hefur einnig stundað nám í fiskeldisfræðum. Hún hefur víðtæka reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis og starfaði síðast við leyfismál og rannsóknir hjá Arctic Fish.
Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri fyrirtækisins. Hann er tæknifræðingur og hefur mikla reynslu af hönnun og rekstri flókinna kerfa. Hann mun stýra verkefnum tengdum vélbúnaði og hönnun mannvirkja.
Karl Kári Másson hóf nýlega störf sem fjármálastjóri GeoSalmo. Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu. Hann hefur meðal annars starfað við ýmis störf hjá Landsbankanum og Kviku, síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár.
Garðar Sigþórsson hefur einnig nýlega hafið störf sem yfirmaður seiðaelds. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu af fiskeldi í landi. Garðar hefur áður strafað hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun sjá um seiðaeldi félagsins, þ.e.a.s. byggingu eldisstöðvar félagsins í Landsveit og byggingu nýrrar klakstöðvar í Ölfusi.
Jóhannes Gíslason mun hefja störf á næstu mánuðum en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá GeoSalmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með mikla reynslu af sölu fiskafurða, meðal annars síðustu 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun stýra sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins.
Jens Þórðarson, forstjóri GeoSalmo:
"GeoSalmo stefnir í mikinn vöxt á næstu árum og það er afar mikilvægt fyrir fyrirtækið að njóta teymisvinnu starfsmanna með fjölbreytta reynslu í viðfangsefnum fyrirtækisins. Það er mjög ánægjulegt að sjá að fyrirtækið er aðlaðandi fyrir reynslumikið starfsfólk og liðið er nú vel í stakk búið til að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“