Landsvirkjun aims to sell electricity to GeoSalmo
Landsvirkjun and GeoSalmo have signed a Term Sheet (TS) for electricity sales to the salmon farming company currently preparing a land-based salmon aquaculture in the vicinity of Þorlákshöfn.
Á íslensku fyrir neðan // Icelandic below
The TS states that the companies agree on the pending Power Purchase Agreement (PPA) rationale. GeoSalmo’s plans fit well with Landsvirkjun’s prioritisation in energy sales for the coming years, as GeoSalmo utilises Icelandic resources to produce high value, sustainable, climate-friendly, and nutritious salmon for consumption.
High-Quality Salmon in a Closed System
GeoSalmo plans to develop a land-based aquaculture facility producing environmentally friendly and high-quality salmon in a closed system. The total capacity is scheduled to be up to 24,000 tonnes, with the first phase at approximately 7,300 tonnes. The company plans to become a leader in developing land-based salmon farming in Iceland. The facility will produce a high-quality product that is intended for both the domestic market and for export. GeoSalmo places high importance on the cohesion of operations with social and environmental impacts and the company’s preparations reflect that emphasis
GeoSalmo is reaching the finishing stages of preparations. The company has submitted an environmental impact assessment report, and the comments deadline recently closed. The outcome for licencing should be available in the following weeks or months. These are crucial factors for operations to start. Furthermore, GeoSalmo has commissioned the Norwegian company Artec-Aqua for the design and construction supervision, as the company has successfully constructed salmon farms in Norway. In addition, the aquaculture farm will have the newest technological systems for temperature- and water quality control. Furthermore, the salmon cages will be closed, ensuring high stability in production and quality.
Demand for Landsvirkjun’s green energy is much more than we can meet. Therefore, we have had to turn down many excellent projects. When choosing our customers, we prioritise, e.g., towards serving increased general use of energy, energy transition, and innovation. GeoSalmo plans for land-based aquaculture, emphasising on sustainability and environmentally friendly operations, fits well in our prioritization.
Hörður Arnarson, CEO Landsvirkjun
I am very pleased with this stage which lays the foundation for a PPA with Landsvirkjun. Preliminary work is going according to plans, as we are now finalising the necessary licencing applications, contracts, financing, and other preparations. This project benefits greatly from the fact that Landsvirkjun is willing to take this step with us. We are optimistic about the future and emphasise that GeoSalmo operations will operate in good cohesion with the environment and the community while producing a high-quality product for our clients.
Jens Þórðarson, CEO GeoSalmo
Landsvirkjun stefnir að því að selja raforku til GeoSalmo
Landsvirkjun og GeoSalmo hafa undirritað yfirlýsingu (TS) fyrir raforkusölu til laxeldisfyrirtækisins sem undirbýr nú landeldi á laxi í nágrenni Þorlákshafnar. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrirtækin séu sammála um fyrirliggjandi forsendur orkukaupasamnings (PPA). Áætlanir GeoSalmo falla vel að forgangsröðun Landsvirkjunar í orkusölu til næstu ára þar sem GeoSalmo nýtir íslenskar auðlindir til að framleiða verðmætan, sjálfbæran, loftslagsvænan og næringarríkan lax til neyslu.
Hágæða lax í lokuðu kerfi
GeoSalmo áformar að byggja upp landeldisstöð sem framleiðir umhverfisvænan og hágæða lax í lokuðu kerfi. Áætlað er að heildarframleiðslan verði allt að 24.000 tonn og fyrsti áfanginn um 7.300 tonn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi í uppbyggingu á laxeldi á landi. Í aðstöðunni verður framleidd hágæða vara sem er ætluð bæði á innanlandsmarkað sem og til útflutnings. GeoSalmo leggur mikla áherslu á samheldni starfseminnar með félagslegum og umhverfislegum áhrifum og endurspeglar undirbúningur fyrirtækisins þá áherslu.
GeoSalmo er að komast á lokastig undirbúnings. Fyrirtækið hefur skilað matsskýrslu á umhverfisáhrifum og nýlega rann út athugasemdafrestur. Niðurstaða leyfisveitinga ætti að liggja fyrir á næstu vikum eða mánuðum, sem eru forsendur þess að starfsemi geti hafist. Jafnframt hefur GeoSalmo falið norska fyrirtækinu Artec-Aqua að sjá um hönnun og byggingareftirlit. Artec-Aqua hefur mikla reynslu frá fyrr verkefnum í Noregi. Að auki mun fiskeldisstöðin hafa nýjustu tæknikerfi fyrir hita- og vatnsgæðaeftirlit. Jafnframt verða kerin yfirbyggð sem tryggir stöðugleika í framleiðslu og gæðum.
„Eftirspurn eftir grænu orkunni okkar er miklu meiri en við náum að sinna og við höfum þurft að segja nei við mörgum góðum verkefnum. Við forgangsröðum orkusölunni, m.a. í þágu aukinnar almennrar notkunar, orkuskipta og nýsköpunar. Fyrirætlanir GeoSalmo um landeldi, með áherslu á sjálfbærni og umhverfisvænan rekstur, falla mjög vel að þessari forgangsröðun okkar“.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar
„Ég er mjög ánægður með þennan áfanga sem leggur grunn að orkusamningi við Landsvirkjun. Vinnu við undbúning miðar vel, en núna erum við að stíga lokaskrefin í nauðsynlegum leyfisumsóknum, samningagerð, fjármögnun og öðrum undirbúningi. Það er mikill styrkur fyrir verkefnið að Landsvirkjun sé tilbúin að taka þetta skref með okkur. Við erum bjartsýn á framtíðina og leggjum áherslu á að starfsemi fyrirtækisins verði í góðri sátt við umhverfi og samfélag auk þess að framleiða hágæðavöru fyrir okkar viðskiptavini“.
Jens Þórðarson, forstjóri GeoSalmo